Winter Bird Count Complete
The most recent annual winter bird count was completed in January. Bird count during winter have been conducted in Iceland since 1952, and are therefore among the oldest continuous monitoring programs in Iceland. Náttúrufræðistofnun, the Icelandic Institute of Natural History, oversees the project in cooperation with the nature research centres around the country, but the counting is mostly done by volunteer bird enthusiasts.

The Icelandic Institute of Natural History gathers the results from all around the country and publishes them on this website: https://www.ni.is/greinar/vetrarfuglatalningar-nidurstodur The volunteers that counted in the Westfjords this year were Hilmar Pálsson, Guðbjörg Skarphéðinsdóttir, Matthías Sævar Lýðsson, and Hafdís Sturlaugsdóttir. We want to thank them for their important work. Around 20 thousand birds were counted in the Westfjords this year. The highest number of birds were found in Skutulsfjörður and Dýrafjörður, where 2000 birds were seen in each fjord. As in previous years, the common eider was by far the most common species, with 9000 sightings.
The second most common species was the snow bunting, with about 2000 sightings. Most sightings were of species that are commonly found in the Westfjords during winter. Among our surprising sightings this winter was a ring-billed gull, a vagrant from North America, in the Suðureyri harbor (picture 2).

This was the first ever recorded sighting of this species in the Westfjords! Two turnstones were seen near Hvammur in Dýrafjörður. Ruddy turnstones stop in Iceland during autumn and spring on their migrations, with a few hundred wintering in southwest Iceland, but they are uncommon in the Westfjords.

Two greylag geese were seen in Suðureyri and one in Súðavík. Two king eiders were seen in Hvítanes and one in Dýrafjörður. 39 common blackbirds and 119 starlings were also seen, but sightings of these two species in the Westfjords have increased in recent years.

Annual countings are useful for estimating size and distribution of specific population. Below we have gathered data from countings in Westfjords over 12 year period for two species as an example, the long-tailed duck and the common rave.
According to the winter countings the long-tailed duck is generally most common in Súgandafjörður. Between 2015-2016 the population declined and has been steady since then.

years.
The number of common raven is generally highest in Skutulsfjörður and Bolungarvík. The population seems to be rather steady, there are no signs of a continuous decline or increase.


Umfangsmikil rannsókn á tíðni og álagi sjávarlúsa á villtum laxfiskum
Rannsókn á tíðni og álagi laxa- og fiskilúsa á villtum laxfiskum fékk veglegan styrk í ár og rannsóknir hefjast á næstu dögum. Árið 2017 var gerð umfangsmikil rannsókn á sjávarlúsum á villtum laxfiskum á Vestfjörðum, rannsóknin náði til Patreksfjarðar, Tálknafjarðar, Arnarfjarðar, Dýrafjarðar, Önundarfjarðar, Súgandafjarðar og Nauteyri og Kaldalón í Ísafjarðardjúpi. Í ár verður farið í þessa sömu firði auk Reyðarfjarðar á Austfjörðum. Umhverfissjóður sjókvíaeldis hefur styrkt þessar rannsóknir. Hægt er að nálgast skýrslu um rannsóknina á heimasíðu Náttúrustofunnar „Vöktun sjávarlúsa á villtum laxfiskum á Vestfjörðum 2017 NV nr. 32-18“ auk rannsóknar sem gerð var í Patreksfirði á síðasta ári „Vöktun sjávarlúsa á villtum laxfiskum í Patreksfirði 2019 NV nr. 19-19“ en Rannsókna- og Nýsköpunarsjóður Vestur-Barðarstrandarsýslu styrkti þá rannsókn.
Read MoreViðtöl við fyrirtæki um umhverfismál
Æskilegt væri því að kynna vottunina betur. Þá gætu fyrirtæki geti nýtt sér hana betur við markaðsetningu. Einnig mættu sveitarfélög flagga eða merkja sín svæði betur til að vekja athygli ferðamanna þegar þeir koma inn á EarthCheck vottað svæði. Inni á Vestfirdir.is eru upplýsingar um vottunina og almennt um umhverfismál á facebook, Náttúrulega Vestfirðir. En meira þarf auðsjáanlega til að ná til fyrirtækja, almennings og ferðamanna um það hvað þýðir þessi vottun fyrir Vestfirði. Von er á heildarniðurstöðum í haust.
Read MoreSkógarmítlar fundust á ketti á Ísafirði
Þeir valda oftast ekki skaða og það finnst lítið fyrir þeim þótt þeir komi sér kirfilega fyrir í efsta lagi húðarinnar. Ef hins vegar mítillinn hefur bitið áður og ber með sér lyme-sjúkdóm þá er æskilegt að leita læknis eins fljótt og hann finnst. Einkenni sýkingar er roði í húðinni í kringum mítilinn. Þetta er þó afar sjaldgæft.
Fréttablaðið 18. júní 2020 vitnar í eldra viðtal: Mikilvægt er að beita réttum handtökum þegar skógarmítlar eru fjarlægðir. Þórólfur Guðnason segir að best sé að nota flísatöng. „Það er oft talað um að það eigi að hella á hann ýmsum efnum, steinolíu eða kveikja í honum og fleira. Það er algert bull. Frekar á að ná honum með venjulegri flísatöng og þá þarf að ná undir nefið á honum. Klípa þar og lyfta honum beint upp. Það er aðferðin til að ná honum rétt út,“ Ítrekaði hann í sama viðtali að aldrei hefði verið staðfest smit hér á landi vegna bits. Ef hluti mítilsins verður eftir i húðinni getur myndast sýking.
Meira um mítla má finna á Vísindavef Háskóla Íslands eða í ágætri samantekt frá Náttúrustofu Norð-Austurlands. Fólk skiptist líka á sögum og myndum á facebook undir fyrirsögninni mítla-vaktin . í Grein á NÍ má finna fleiri myndir.
Read MoreSmáhveli rak á fjöru í Hænuvík
Helstu einkenni grindhvalsins sjást ekki vel af þessum myndum, lengdin er óskilgreind og talsverðir áverkar eru sjáanlegir á búknum. Ennið er kúpt, hvalurinn dökkur yfirlitum og það sést vel í nokkrar smáar tennur en hræið líkist mest grindhval. Bægsli á kvið grindhvala geta verið um 1/3 af lengd dýrsins. Bakhornið sést ekki. Ljós blettur framan við kviðlæg bægsli er heldur ekki auðsjánlegur. Latneska heitið á grindhval er Globicephala melas sem þýðir svo sem hinn dökki kúluhaus. Ennið nota hvalirnir til að nema hljóð og greina það. Hauskúpan er af þessum sökum ósamhverf. Þeir senda frá sér alls kyns hljóð og nema bergmálið til að staðsetja bráð. Þeir lifa á smokkfiski, fiski og öðrum sjávardýrum. Vanalega fara grindhvalir margir saman í vöðum og er algengt að sjá þá inni á fjörðum eða utar í kringum landið vaða ölduna.
Read MoreFornleifarannsóknir í Arnarfirði 2020
Í ágúst var haldið áfram með fornleifarannsóknina Arnarfjörður á miðöldum fyrir styrki eins og greint var frá í vor. Við rannsóknina unnu fornleifafræðingarnir Margrét Hrönn Hallmundsdóttir, Kristín Sylvía Ragnarsdóttir, Gunnar Grímsson, James McGovern, Kate Fitzpatrick og Jonathan Buttery auk aðstoðar frá Herdísi Friðriksdóttur.
Þetta árið var lögð áhersla á ósvaraðar spurningar, ljúka vinnu við skálann á Auðkúlu, rannsaka tóft rétt sunnan við skálann, staðsetja líklegan skála í túninu á Hrafnseyri og kortleggja öll ummerki fornleifa í Arnarfirði með drónamyndum og hitamyndavél.
Allt svæðið var fyrst opnað og hreinsað. Við uppgröftinn komu í ljós margar stoðarholur, bæði innan skála og utan. Að innan fundust þær undir gólflaginu sem var tekið upp árið 2019. Stoðarholurnar segja til um það hvernig þakinu var haldið uppi. Stoðarholur sem fundust utan skála voru líklega eftir stoðir til að styrkja veggi. Veggir skálans voru gerðir greinilegri og líklegur eldri inngangur fannst þar sem op inn í viðbygginguna er staðsett nú. Lokið var við að grafa upp skálann og gengið var frá honum með torfi á veggjum.
Rétt sunnan við skálann var grafið upp jarðhýsi. Í því var stór steinhlaðinn ofn sem var alsettur eldsprungnum steinum og kolum, gólflag var í húsinu og var það þéttast við miðju. Stoðarholur var einnig að finna við suðurvegg og ein við norðurvegg en þar voru einnig nýttir stoðasteinar. Jarðhýsið var grafið upp að fullu og því lokað í enda sumars með torfi á veggjum.
Borkjarnarannsóknir frá árinu 2019 leiddu í ljós að einhverskonar mannvirki væri að finna í túninu neðan við kirkjuna á Hrafnseyri. Tveir könnunarskurðir voru grafnir til að kanna hverskonar mannvirki þetta gætu verið. Uppgröftur sýndi að þar væri að finna stóran skála. Skálinn fannst nokkrum metrum frá öskuhaug og jarðhýsi sem hafði verið grafið þar áður. Í könnunarskurðunum kom í ljós stór og þykkur veggur og svart gólflag. Skálinn er að öllum líkindum mjög stór því gólfið sást í báðum skurðum. Skálinn er því að minnsta kosti 17 metra langur.
Myndataka með dróna og hitamyndavél voru notaðar við kortlagningu fornleifanna í Arnarfirði. Námsmaður á nýsköpunarstyrk (sjá fyrri frétt), Gunnar Grímsson staðsetti áður þekktar og óþekktar minjar sem sjást illa á yfirborðinu. Með drónanum var einnig búið til þrívíddarlíkan af uppgraftarsvæðinu á Auðkúlu.
Segja má að þessi rannsókn hafi leitt í ljós miklar mannvistarleifar af fjölbreyttu tagi.
Read MoreUmhverfisvottun Vestfjarða
Um þessar mundir eru liðin 10 ár frá því að samþykkt var á Fjórðungsþingi að fara í umhverfisvottun sveitarfélaganna á Vestfjörðum. Í upphafi sá Lína Björk Tryggvadóttir um að halda utan um þá vinnu sem þarf að leggja í stefnumótun, gagnaöflun, fræðslu og fjármögnun á sérverkefnum.
Frá árinu 2018 hefur María Hildur Maack hjá NAVE verið verkefnastjóri umhverfisvottunarinnar í 33% starfi. Til að hljóta umhverfisvottun hjá EARTH CHECK (sem er eina umhverfisvottunarþjónustan sem býður úttektir og vottun fyrir sveitarfélög) þarf að sýna áhuga með því að setja fram stefnu og framkvæmdaáætlun. Þessu er fylgt eftir með visthæfari innkaupum, sparnað í vatns-orku og pappírsnotkun, verja hluta tekna til náttúruverndar og félagsþjónustu og fleira og fleira. Í umhverfisvottuninni er byggt á öllum stoðum sjálfbærrar þróunar: Umhverfisvernd, heilbrigðu hagkerfi (hringhagkerfi og verslun í heimabyggð) og félagslegu jafnræði (til dæmis að karlar og konur fái svipuð völd, hljóti sivpaða þjónustu, börn lifi við öryggi og aldraðir séu ekki afskiptir. Sveitarféögin þurfa að sýna fram á (með tölulegum gildum) að þeim fari fram ár frá ári. Til dæmis að sorpumfang minnki, meiri flokkun eigi sér stað, að eldsneyti sé sparað og að ekki séu notuð eiturefni t.d. á skordýr eða illgresi. Árið 2020 fékkst síðast umhverfisvottun og mega allir starfsmenn sveitarfélaganna nota sérstaka undirskrift til að sýna umhverfisvottun sveitarfélagsins. Hér má skoða framkvæmdaáætlun fyrir árin 2020-2025, en hún er endurskoðuð árlega.
Read MoreVöktun plantna á válista
Hafdís Sturlaugsdóttir, starfsmaður Náttúrustofunnar var með Pawel Wasowicz grasafræðingi hjá Náttúrufræðistofnun Íslands við að skoða þrjár tegundir sem vaxa á Vestfjörðum og eru á válista.
Farið var á skráða fundarstaði og kannað hvort plönturnar fyndust þar. Skráningar um vaxtarstaði geta verið mjög ónákvæmar þar sem fundarstaðir eru aðeins kenndir við tilgreinda bújörð. Oft er um að ræða gamlar skráningar, allt að 50-60 ára. Farið var meðal annars norður í Árneshrepp og í Ísafjarðardjúp. Tegundirnar fundust ekki á öllum skráðum fundarstöðum. Einnig komu snjóalög frá síðasta vetri í veg fyrir að hægt væri að komast á suma þeirra.
Tegundum á válista er skipt í átta flokka í samræmi við ástand. Stuðst er við alþjóðlegt kerfi IUCN. Flokkunin er allt frá því að plantan sé ekki í hættu og í það að vera útdauð á Íslandi, sjá upplýsingar á heimasíðu Náttúrufræðistofnunar.
Þær tegundir sem skoðaðar voru í ferðinni voru hlíðaburkni (Cryptogramma crispa), skógelfting (Equisetum sylvaticum) og þyrnirós (Rosa spinosissima). Þessar tegundir eru allar skilgreindar í yfirvofandi hættu vegna þess að þær finnast á fáum stöðum á landinu og í litlum mæli á hverjum vaxtarstað. Vöktun er því mjög mikilvæg til að fylgjast með þróun á útbreiðslu válistaplantna. Meðfylgjandi eru myndir sem teknar voru í ferðinni.
Read MoreNýjasta stöðuskýrsla umhverfisvottunar
Árlega eru Earth Check sendar tölulegar upplýsingar um atriði sem snerta sjálfbæra þróun sveitarfélaganna á Vestfjörðum. Hér er nýjasta stöðuskýrslan. Skoðið, vitnið í og dreifið að vild. Fyrirtæki á Vestfjörðum hafa leyfi til að skrifa í undirskrift sína að þau starfi í umhverfisvottuðu samfélagi og setja merkimiða með um silfurvottun ársins 2021. Mestar hafa framfarið orðið í sorpmálum undanfarin ár. Höldum áfram, tökum stöðugum framförum sem samfélag í átt að sjálfbærni. Athugið að eldri skýrslur og fleiri mál sem tengjast umhverfisvottun Vestfjarða eru hýstar á vef Vestfjarðastofu.
Read MoreDrög að tillögu að matsáætlun í kynningu. Snjóflóðavarnir ofan Bíldudals, Milligil
Náttúrustofa Vestfjarða vinnur nú að mati á umhverfisáhrifum vegna snjóflóðavarna í Milligili ofan Bíldudals í Vesturbyggð.
Fyrirhugað er að gera ofanflóðavarnir fyrir ofan byggð á Bíldudal til að tryggja öryggi íbúa á Bíldudal. Krapaflóð,
aurskriður og grjóthrun eru þekkt úr giljum sunnan Bæjargils ofan Bíldudals. Árið 2014 var gefin út kynningarskýrsla um snjóflóðavarnir á Bíldudal. Ekki varð af framkvæmdum á grunni þeirra vinnu. Annar áfangi frumathugunar Verkíss var lagður fram og kynntur bæjarstjórn og íbúum í júní 2020. Jafnframt var þá kynntar mótvægisaðgerðir vegna ofanflóðavarna.
Framkvæmdaraðili er Vesturbyggð en Framkvæmdarsýsla ríkisins hefur umsjón með framkvæmdunum. Náttúrustofa Vestfjarða hefur umsjón með gerð matsskýrslu. Frumathugun og hönnun varnargaðanna er gerð af Verkís. Landmótun vann tillögur að landmótun og mótvægisaðgerðum. Framkvæmdin fellur undir mat á umhverfisáhrifum samkvæmt lögum nr. 106/2000, bæði vegna stærðar svæðis og efnismagns.
Tillaga að matsáætlun er fyrsti þáttur mati á umhverfisáhrifum. Þar kemur fram hvernig standa eigi að mati á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar, áætlun um rannsóknir og þar er einnig samantekt á þeim rannsóknum sem til eru. Í matsáætlun verður gerð grein fyrir þeim umsögnum sem berast á kynningartíma og hvernig brugðist verður við þeim.
Þeir umhverfisþættir sem gætu orðið fyrir áhrifum af framkvæmdum eru; fornleifar, fuglalíf, vistgerðir og gróður,
jarðminjar, náttúruminjar, skipulag, landnotkun og útivist, landslag og ásýnd, snjósöfnun og veðurfar, hljóðvist
og loftgæði og vatnafar.
Tillagan er aðgengileg hér. Allir geta kynnt sér tillöguna og lagt fram athugasemdir en frestur til að senda þær inn er til og með 12. apríl 2021.
Read More